Við Hóla á skólasetningu 2009
Við Hóla á skólasetningu 2009

Reglulegum vorannarprófum lýkur á morgun, föstudag. Flestir geta því haldið til annarra starfa, vonandi á sólríku sumri um landið allt. INNA verður opnuð á föstudaginn eftir hádegi, og einkunnir birtar eftir það jafnóðum og þær berast. Prófsýningar verða í skólanum eftir hádegi mánudaginn 7. júní í flestum greinum. Aðrar prófsýningar verða auglýstar síðar. Sjúkrapróf eru 7. júní.

Endurtökupróf

Nemendur sem ekki ná öllum prófum geta skráð sig í endurtökupróf í afgreiðslu skólans eða með því að senda námsráðgjöfum, aðstoðarskólameistara eða brautarstjórum póst. Gjald fyrir endurtökupróf er 8000 krónur, og þarf að greiða það áður en gengið er til prófs inn á reikning skólans 302-26-827, kt. 460269-5129. Endurtökuprófatafla birtist um helgina undir tenglinum Aukapróf  undir flýtileiðum á forsíðunni á Vef MA. Því miður verður ekki hægt að þessu sinni að heimila nemendum að taka próf annars staðar en í MA. Ekki er heimilt að taka fleiri en 3 endurtökupróf. Nemendur sem hafa fleiri föll þurfa að setja sig í samband við námsráðgjafa eða brautarstjóra eins fljótt og kostur er.

Skólastarfið í vetur hefur gengið vel þrátt fyrir veikindi og áföll. Menntaskólinn á Akureyri þakkar nemendum gott samstarf og óskar þeim velfarnaðar í sumarleyfinu.

.