MA: Styttist í lok skólaársins
MA: Styttist í lok skólaársins

 Opnað verður fyrir einkunnir í Innu á morgun; ekki eru þó öll próf búin og venjulegri prófatíð lýkur ekki fyrr en á miðvikudag. Því munu ekki allar einkunnir verða komnar fyrr en í lok vikunnar. Sjúkrapróf eru flest föstudaginn 31. maí, en nokkur eru haldin fyrr, sjá dagsetningar hér neðar. Prófsýningar verða einnig á föstudaginn og munu nánari upplýsingar verða birtar á ma.is. 

Eins og gengur og gerist standast ekki allir nemendur áfanga í fyrstu tilraun. Það verður því hægt að taka endurtökupróf dagana 3. - 6. júní. Nánari tímasetning endurtökuprófa birtist í yfirliti á forsíðu ma.is. Nauðsynlegt er að skrá sig í endurtökupróf með því að koma við í afgreiðslu skólans eða senda póst á afgreidsla@ma.is. Hvert próf kostar 10 þúsund krónur og er hægt að greiða í afgreiðslunni. 

Þeim sem þegar hafa lokið prófum og öðru námsmati á önninni, óskum við til hamingju með skólalokin.

 

Dagsetningar forfallaprófa (öll próf hefjast kl. 9):

27. maí: ÍSLE3NE05, ÞÝSK1CC05

28. maí: LÍFF1G05, STÆR2FF05

29. maí: FRAN1CC05, SÁLF2IN05, STÆR3HX07 (L)

30. maí: HAG3B05

31. maí: DAN2AA05, EÐLI2TV06, EFNA1AA06, ENS3C04F, FÉLA3AB05, ÍSLE3FR05, RAUN3UI05, SAGA3MG05, SÁLF3HE05, STÆ3E05, STÆR2RU06, STÆR3HX07 (ÓL), STÆR3HL07 (L), STÆR3LP06