Munum eftir nálægðartakmörkunum og einstaklingsbundnum sóttvörnum.
Munum eftir nálægðartakmörkunum og einstaklingsbundnum sóttvörnum.

Nú þegar rúm vika er liðin af skólaárinu hafa nemendur allra bekkja komið í skólann til að stunda nám undir handleiðslu kennara, mismikið þó. Nemendur á fyrsta ári hafa að mestu leyti verið í staðnámi á meðan fjarkennsla hefur vegið þyngra hjá nemendum á þriðja ári. Fyrirkomulagið verður með sama sniði út þessa viku og þá næstu eða til 11. september (sjá skipulag staðnáms og heimastofur bekkja).

Óhætt er að segja að aðstæður til náms og kennslu séu óvenjulegar þessa dagana og áskoranir víða. Skólahúsnæðinu hefur verið skipt í fjögur hólf. Hólfin eru sjálfstæðar einingar með tilheyrandi inngangi við hvert hólf. Hver bekkur hefur sína heimastofu og ferðast ekki milli bygginga. Sameiginleg rými þar sem nemendur geta undir eðlilegum kringumstæðum safnast saman í stórum hópum eru háð takmörkunum eða einfaldlega ekki í notkun t.a.m. Kvosin. Gangar skólans eru eingöngu hugsaðir til að fara á milli stofa þegar þess gerist þörf.

Ekki er annað að sjá en að starfsfólki og nemendum hafi gengið nokkuð vel að vinna eftir reglum um sóttvarnir. Auðvelt er að gleyma sér í amstri dagsins og því mikilvægt að við hjálpumst öll að við að fylgja reglunum þann tíma sem þær gilda. Munum eftir nálægðartakmörkunum og einstaklingsbundnum sóttvörnum.