Móttaka nýnema var hér á mánudag og þriðjudag, með ögn einfaldara sniði en áður, og lauk með ákaflega fjölmennu og vel heppnuðu Busaballi í Kvosinni. Þar með voru busarnir orðnir að nýnemum.

Nemendur fyrsta bekkjar, nýnemarnir, föru í gönguferðir í gær með kennurum sínum í menningar- og náttúrulæsi. Markmiðið var að skoða nágrannaslóðir skólans, náttúru þeirra og sögu. Allir komu heilir heim þótt kalsalegt væri úti. Þá tók við að ganga frá niðurstöðum gönguferðarinnar, skila inn á sérstaka síðu í Facebook mynd úr ferðinni og semja texta við hana.

Myndin er tekin af einum hópnum við Minjasafnið á Akureyri - þetta eru nemendur í 1. bekk C og H.