- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Það er víðar sprengjugengi en í Háskóla Íslands. Nemendur í efnafræði í MA stóðu fyrir sýningum og uppákomum í skólanum í dag.
Fyrst voru nemendurnir með kynningu í Kvosinni sem tengdist kjörsviðsvali nemenda í 2. bekk. Þá gekk á ýmsu og reykur af tilraununum setti brunaviðvörunarkefi skólans í gang.
Á Opnu húsi síðdegis sýndu nemendur einnig talsvert margar tilraunir og þá varð meðal annars þessi glæsilega sprenging, sem náðist að festa á mynd.