- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Forseti Íslands sæmdi nokkra skáta forsetamerkinu þann 6. október og þar á meðal Elías Dýrfjörð í 3T.
Vegferðin að forsetamerkinu er 2-3 ára verkefni sem hvetur skátana til persónulegs vaxtar með því að skipuleggja, framkvæma og endurmeta 20 minni verkefni sem öll þurfa að falla undir einn fjögurra flokka: Heimurinn, ferðalög og alþjóðastarf; Útivist og útilífsáskoranir; Samfélagsþátttaka; Lífið, tilveran og menning
Auk þeirra verkefna þurfa öll sem vinna að forsetamerkinu að sækja 5 daga alþjóðlegt skátamót, ferðast 40 kílómetra á eigin afli, sækja helgarnámskeið í leiðtogaþjálfun og sækja 12 klukkustunda skyndihjálparnámskeið. Að lokum velja skátarnir sér 2 langtímaverkefni sem krefst virkrar þátttöku þeirra yfir 3-12 mánaða tímabil, dæmi um þetta er að vera foringi yngri skáta, taka þátt í skipulagi stórs skátamóts, sitja í stjórn félags, ráði eða vinnuhóp, að taka að sér viðhald skátaheimilis eða skátaheimili og margt fleira sem forsetismerkishafar hafa látið sér detta í hug.
Menntaskólinn á Akureyri óskar Elíasi innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.