Elvar Björn Ólafsson
Elvar Björn Ólafsson

Forkeppni Landskeppni í eðlisfræði var haldin í framhaldsskólunum þriðjudaginn 11. febrúar. Að þessu sinni tóku þátt 138 keppendur úr 8 framhaldsskólum. Úrslitakeppnin var haldin í Háskóla Íslands 15.-16.mars.

Einn nemandi í MA komst áfram í úrslitakeppnina, Elvar Björn Ólafsson 2X. Hann leikur eitt aðalhlutverkanna í sýningu LMA á Galdrakarlinum í Oz sem frumsýnt var 14. mars, þannig að hann náði ekki að taka þátt í úrslitakeppninni. Þess í stað sýndi hann mikla hæfileika á sviðinu, eins og félagar hans í LMA.