Nemendur í fjórða bekk félagsfræðibrautar, sem eru í aðferðafræðiáfanganum FÉL 403, halda málstofu í stofu G22 fimmtudaginn 15. desember. Hún hefst klukkan 14:40 og stendur til 16:05.

Nemendur munu kynna verkefni sín með fyrirlestrum og glærusýningum, fyrirspurnir verða leyfðar, og gestum býðst kaffi og kökur.

Meðal áhugaverðra viðfangsefni eru:

  • viðhorf til útskriftarferða
  • tengsl áfengisneyslu og þess að vera skilnaðarbarn
  • pólitísk viðhorf nemenda
  • viðhorf til busunar
  • glæpatíðni meðal nemenda
  • hjátrú nemenda
  • aukin áfengisneysla nemenda milli 1. og 2. bekkjar
  • tengsl áfengis- og tóbaksneyslu og íþróttaástundunar
  • tengsl sjálfsmyndar og líðunar í skólanum