- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Miðannarmat hefur nú verið birt í INNU. Það er til upplýsingar fyrir nemendur og forráðafólk þeirra um námsstöðuna á miðri önn og nýtist vonandi til leiðbeiningar um framhaldið.
Nemendur eru líka þessa dagana að kynna sér það val sem framundan er. Nemendur í 1. bekk á náttúrufræðibraut velja á milli þriggja námsleiða, heilbrigðisbrautar, náttúrufræðibrautar og raungreina- og tæknibrautar. Nemendur á öðrum brautum á fyrsta ári velja eina valgrein fyrir næstu vorönn. Mesta valið er á þriðja ári og því þurfa nemendur í 2. bekk að setja saman valpakka fyrir næsta ár. Það er margt í boði og mikilvægt að kynna sér áfangana vel, og hvernig þeir veita sem bestan undirbúning fyrir það nám sem nemendur stefna að og/eða tengist áhugasviði þeirra mest. Í gær var kynning á valgreinunum og þar gátu nemendur rætt við kennara, fagstjóra, brautarstjóra og námsráðgjafa.
Það getur líka verið gott að sinna félagslífi samhliða náminu. Góðgerðarvika stendur nú yfir og ætla nemendur að styrkja Pieta-samtökin, kvöldvaka verður í vikunni og það styttist í frumsýningu LMA þann 19. mars.