- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag eru 103 ár síðan Ísland varð fullvalda þjóð. Nemendur og kennarar gerðu sér glaðan dag í tilefni fullveldisdagsins. Skólafélagið var með „gleðidag“ þar sem m.a. var boðið upp á piparkökur við upphaf kennslu. Starfsfólk átti stutta en kærkomna samverustund á kennarastofunni, gæddi sér á pönnukökum og kaffi undir ljúfum tónum nemenda. Þorsteinn Jakob Klemenzson plokkaði gítarstrengi og Þröstur Ingvarsson söng. Þeir fluttu nokkur vel valin jólalög við góðar undirtektir viðstaddra.