- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Innritun í framhaldsskóla landsins stendur nú yfir á innritun.is.
Umsóknarfrestur er til og með:
Nemendur í 10. bekk: 7. júní
Eldri nemendur: 31. maí
Nemendur sem óska eftir að koma eftir 9. bekk sækja beint til skólans fyrir 25. maí, sjá hér.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár 2024-2025. Sótt er um á heimasíðunni heimavist.is - ekki er nóg að haka við heimavist á innritun.is.
Á ma.is má sjá svör við ýmsum spurningum varðandi innritun.
Á haustönn komu 10. bekkingar úr skólum á Akureyri og nágrannabyggðum í heimsókn í skólann og kynntu sér námsframboðið og félagslíf. Þessar vikurnar eru svo náms- og starfsráðgjafar skólans á faraldsfæti og hitta nemendur í 9. bekk á Akureyri.
Komdu í heimsókn í MA: Um miðjan maí verða dyr skólans opnaðar upp á gátt fyrir umsækjendur, forráðafólk og öll sem vilja fá að líta aðeins inn í skólann og kynna sér starfsemina.
Auk þess er alltaf hægt að panta tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans eða stjórnendum ef frekari upplýsingar vantar, sjá hér.