- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Tveir nemendur á kjörnámsbraut í tónlist léku með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands um helgina, þau Helga Björg Kjartansdóttir víóluleikari og Elías Dýrfjörð kontrabassaleikari (hann er líka á heilbrigðisbraut). Á þessum tónleikum leikur ungt tónlistarfólk sem tekið hefur þátt í hljómsveitarnámskeiði Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í ár fluttu þau níundu sinfóníu Antoníns Dvořák, Sinfóníu úr nýja heiminum, ásamt Fanfare eftir Aaron Copland undir stjórn Nathanaël Iselin.
Á heimasíðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands segir: ,,Markmið Sinfóníuhljómsveitarinnar með hljómsveitarskóla Ungsveitarinnar er að gefa tónlistarnemendum innsýn og vettvang til að kynnast hinum sinfóníska heimi af eigin raun og njóta þjálfunar og leiðsagnar í hljómsveitarleik eins og um atvinnumennsku væri að ræða. Hljóðfæraleikarar Ungsveitarinnar þurfa að standast prufuspil sem líkir eftir aðstæðum prufuspila hjá Sinfóníuhljómsveitinni."