- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í 1G tóku sig til í morgun og klæddust hvítum skyrtum í þýskutíma að sérstöku tilefni. Í næsta tíma á undan höfðu þeir horft á Die Welle (Bylgjuna) sem flestir þýskunemendur kannast við. Myndin byggir á sönnum atburðum og fjallar um unglinga í framhaldsskóla sem taka þátt í verkefnaviku og gera tilraun ásamt kennaranum sínum. Spurningin sem bekkurinn spyr sig í upphafi er hvort mögulegt sé að einræði sé mögulegt í Þýskalandi. Nemendurnir svara því alfarið neitandi en tilraunin leiðir annað í ljós með skelfilegum afleiðingum.
Rannveig Ármannsdóttir þýskukennari krakkana sendi þessa frétt og mynd.