- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Kæri útsofni.....
Ég skrifa þér vegna þess hve hneykslaður ég er vegna framferðis þriðju bekkinga í borðsalnum. Þessir krakkafábjánar sem eru nýkomnir í skólann halda að þau megi hegða sér ósiðsamlega á almannafæri og það meira að segja í borðsalnum. Það er nógu slæmt að sjá til þeirra á skólaböllunum og jafnvel í setustofunni á kvöldin þegar þau viðhafa ástaratlot, en út yfir tekur kossaflens í borðsalnum. Ég skora á mötuneytisstjórn að taka í taumana og vísa þessum krökkum úr fæði ef þau geta ekki hegðað sér siðsamlega í borðsalnum. Maður missir alla matarlyst af að sjá til þeirra og vita af þeim hegða sér svona á almannafæri og það í borðsalnum. — Raunar ætti að reka svona fólk úr skóla eða að minnsta kosti setja þessi krakkaskinn á síðasta séns. Má þá vera að þau láti af þessum unggæðishætti sínum.
Einn sem vill fá að borða í friði fyrir ástföngnum krökkum.
Heimild: Muninn 47. árgangur, 2. tbl.