- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Við upphaf prófa í desember afhentu enskukennarar skólans verðlaun fyrir smásögur í keppni á vegum Félags enskukennara á Íslandi. Um það segir í fréttatilkynningu:
Í vikunni sem prófin byrjuðu afhentum við, kennarar enskudeildar, 3 nemendum viðurkenningar fyrir smásögur sem þau skrifuðu til að senda suður í smásagnakeppni FEKÍ, Félags enskukennara á Íslandi, framhaldskólahluta. Þesssir þrír nemendur voru að mati kennari enskudeildar með bestu sögurnar af þeim sem sendar voru inn til deildarinnar.
Þessir nemendur eru: Jón Ingvi Ingimundarson, Magdalena Sigurðardóttir og Þóra Kristín Karlsdóttir
Í viðurkenningarskyni gaf Penninn hverju þeirra bók og skólinn gaf MA-poka, bókamerki og penna. ).
Nú hafa borist þau tíðindi að sunnan að að saga Magdalenu hafi lent í þriðja sæti í framhaldsskólakeppninni. Við óskum henni til hamingju með það.