- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Það var jólaþema í ensku hjá Ingibjörgu Ágústsdóttur og 4. bekk F í morgun. Nemendur drógu ýmis verkefni og þurftu að leysa þau með enska tungu að vopni. Sumir hlutu þann kost að fara í aðrar kennslustofur og syngja jólalög á ensku fyrir kennara og nemendur þar, aðrir settu upp - á ensku - leiksýningu um fæðingu frelsarans, sumir þurftu að yrkja svokölluð Acrostic ljóð um jólin og enn aðrir skrifuðu Jónasi Helgasyni jólakort á ensku, fóru og færðu honum. Ingbjörg tók nokkrar myndir af nemendunum við þessa iðju.
.