- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Líkt og undanfarin ár lesa nemendur í ENS613 skáldsöguna Flugdrekahlauparann eða The Kite Runner eftir Khaled Hosseini samhliða öðrum viðfangsefnum í áfanganum.
Menntaskólinn á Akureyri býr svo vel að eiga að Jónínu Helgu Þórólfsdóttur kennara, en hún starfaði um tíma sem þróunarfulltrúi í Afghanistan, sem er einmitt sögusvið skáldsögunnar. Jónína hefur heimsótt nemendur í áfanganum og rætt við þá og frætt um sögu þessa stríðshrjáða lands og hvernig Íslendingar gætu möguleika stuðlað að bættum lífsgæðum íbúanna.
Á myndinni má sjá nemendur í hefðbundnum afghönskum klæðnaði, en Jónína leyfði þeim m.a. að máta hina umdeildu búrku (blái klæðnaðurinn).