- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
MA er þátttakandi í Erasmus+ verkefni ásamt skóla í Budapest. Verkefnið kallast „Supporting Students' and Educators' Mental and Physical Well-being in Challenging Times“. Í verkefninu er unnið að því að finna og hanna átta bjargráð sem geta nýst nemendum og starfsfólki skólans við að bæta andlega og líkamlega heilsu og vellíðan. Alls koma tíu starfsmenn að verkefninu, fimm íslenskir og fimm ungverskir. Ungversku kennararnir fimm dvöldu hér á Akureyri í tæpa viku í lok október og var sá tími nýttur vel til vinnu og skoðunarferða.
Nú í framhaldinu verða bjargráðin átta fínpússuð og þeim hrint í framkvæmd. Meðal annars má nefna slökunarherbergi, svefnrannsókn og sjálfshjálparefni fyrir nemendur. Það verður gaman að hvaða áhrif þau munu hafa á nemendur og skólastarfið.
Anna Eyfjörð