Við Goðafoss í nóvember
Við Goðafoss í nóvember

Í vikunni var í heimsókn hér í MA 10 manna hópur nemenda og kennara frá Danmörku og Frakklandi að vinna að fjölþjóðlegu verkefni. Sex af þeim voru Frakkar (2 kennarar og 4 nemendur) og fjórir frá Danmörku (2 kennarar og 2 nemendur).

Hópurinn var hér að vinna í Comeniusarverkefni sem kallast "A Healthy Mind in a Healthy Body." Á meðan á dvölinni hé stóð var unnið úr niðurstöðum spurningalista sem sendir voru nemendum á Grænlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku og Íslandi, varðandi íþróttir, skóla og lífsstíl. Niðurstöður munu verða birtar á e-Twinning skólaumhverfinu (http://www.etwinning.net/en/pub/index.htm).

Hópurinn kom hingað í skólann á mánudaginn 26. nóvember og fór snemma á fimmtudaginn 29. nóvember. Á þriðjudaginn heimsótti hópurinn Mývatnsveit undir leiðsögn Jónasar Helgasonar, þá tók Ghasoub þessa mynd við Goðafoss.