Evrópski tungumáladagurinn er 26. september
Evrópski tungumáladagurinn er 26. september

Evrópski tungumáladagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim 26. september ár hvert og hér í Menntaskólanum á Akureyri höfum við um árabil nýtt okkur tækifærið til að gera okkur glaðan dag með ýmsu móti. Í ár verða hátíðahöld föstudaginn 8. október.

Markmið með Evrópska tungumáladeginum eru meðal annars að vekja almenning til vitundar um mikilvægi tungumálakunnáttu, vekja athygli á tilveru og gildi þeirra mála sem töluð eru í Evrópu og að hvetja til símenntunar í tungumálum.

Mála- og menningarbraut á 3. ári vann í haust ljóðaverkefni í þýsku og frönskutímum. Hluti verkefnisins var að semja ljóð sem kallast calligrammes á frönsku og konkrete Poesie á þýsku. Það eru ljóð sem eru í laginu eins og aðal umfjöllunarefni ljóðsins. Hér má sjá dæmi um slík ljóð.

Anna Eyfjörð Eiríksdóttir.