- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag er evrópski tungumáladagurinn og að því tilefni var unnið að evrópskum málfarsverkefnum í tvær kennslustundir eftir hádegi. Bekkir voru brotnir upp og nemendum skipt í hópa í stafrófsröð. Verkefnin sem þeir fengu voru margvísleg. Þeir fengu íslenskar málþrautir og vísnagátur til að glíma við, þurftu að þýða alkunnar vísur á erlend tungumál, prjóna eftir danskri uppskrift, fjalla um mataruppskriftir og margt fleira. Nokkuð af lausnum hefur verið hengt upp á Hólagangi og þegar yfirferð verður lokið verða veitt verðlaun fyrir bestu heildarlausn verkefnisins. Þetta uppbrot var ágætis tilbreyting og þarna unnu saman nemendur úr öllum bekkjum, en hópstjórar voru úr máladeild 3. og 4. bekkjar.