- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur skólans tóku sér tíma í dag og fjölluðu um fjölmörg tungumál veraldar í tilefni Evrópska tungumáladagsins. Í hópi nemenda eru margir sem hafa búið í öðrum löndum um lengri eða skemmri tíma, hafa verið skiptinemar erlendis eða eru skiptinemar hér auk þeirra sem eiga erlendar fjölskyldur sem hafa sest að hér á landi. Skólinn er því sannarlega fjöltyngdur.
Það voru nemendur 3. bekkjar sem sáu um dagskrána. Meðal atriða sem voru sýnd voru myndbönd með viðtölum við nemendur og atriði leikin á sviði. Myndirnar eru af því þegar nemendur fluttu ævintýrið um Mjallhvíti og dvergana 7 á mörgum málum, meðal annars íslenslu, þýsku, flæmsku og portúgölsku, og er þó alls ekki allt talið. Þá fór einn hópur með uppskrift af skuffukök á fjölmörgum málum - og bauð að smakka - og þannig mætti lengi telja.
Myndirnar tók Stefán Erlingsson.