- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í 1ABCD fóru í ferð um Eyjafjarðarsveitina á þriðjudaginn. Ferðin er hluti af námi í menningarlæsi og markmiðið með henni að læra um sögu, menningu og staðhætti í þessu nágrannabyggðarlagi Akureyrar.
Nemendur voru leiðsögumenn í ferðinni og sögðu frá markverðum stöðum sem fyrir augu bar. Áð var í Funaborg þar sem nemendur snæddu nesti, tóku lagið, sögðu þjóðsögur og öttu kappi í ýmsum íþróttum eins og eggjahlaupi og kengjaneglingu.
Myndir úr ferðinni eru hér: