- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Tilkynnt hefur verið að Menntaskólinn á Akureyri hafi fengið fyrstu verðlaun í samkeppni sem efnt var til um slagorð Comeniusarsamstarf skóla. Efnt var til samkeppni, annars vegar um ljósmynd úr þeim verkefnum sem hafa verið unnin á skólaárinu og hins vegar slagorð. Slagorðið Fara - nema - njóta þótti lýsa starfinu best og hlýtur skólinn að launum stafræna Panasonic myndavél.
Á þessu skólaári hefur Menntaskóinn á Akureyri tekið þátt í samstarfi við TÜV ferðamálaskólann í Potsdam í Þýskalandi og unnið að verkefninu Meet the experience, connecting cultures.