- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í ferðamálafræði á 4. ári eru nú lagðir af stað í óvissuferðina miklu og verða í 8 hópum í jafnmörgum borgum næstu daga.
Í upphafi annar fékk hver nemandi eina borg til að skrifa um og hefur fyrri hluti annarinnar farið í að kynna sér allar hliðar borgarinnar og búa sig undir að geta stýrt vinnu við kynningarmyndband þar. Þangað til klukkan 3:30 í morgun vissu nemendur ekki hvert ferðinni væri heitið og hverjir færu saman, en þá fengu þeir að opna pakkann dularfulla þar sem voru öll ferðagögn og ritgerðir þeirra átta borga sem nemendur fara til.
Nemendur verða erlendis fram á sunnudag og vinna þeirra felst í að taka upp allt efni sem þarf fyrir kynningarmyndband um borgirnar, m.a. að taka viðtöl við bæði heimamenn og ferðamenn og skoða markverðustu staðina í borgunum.
Seinni hluti annarinnar fer svo í að klippa saman efnið sem aflað var úti svo úr verði gott kynningarmyndband um borgina.
Nemendur fara að þessu sinni til Odense og Roskilde í Danmörku, Lübeck og Bremen í Þýskalandi, Strasbourg og Rouen í Frakklandi og Amsterdam og Den Haag í Hollandi.