FER 303 á leið til Evrópuborga mars 2009
FER 303 á leið til Evrópuborga mars 2009

Nemendur í 4. bekk málabrautar sem eru á ferðamálakjörsviði fóru snemma í morgun fljúgandi til Lundúna og fara þaðan í vinnuferðir til 5 borga á meginlandi Evrópu. Hópurinn fékk í gær pakka með ferðagögnum en hann var ekki opnaður fyrr en komið var í Leifsstöð eldsnemma í morgun. Þá fyrst varð ljóst hverjir yrðu saman í vinnuteymi og hvaða borgir yrðu heimsóttar. Þessu hafði verið haldið vandlega leyndu, en hver þessara 17 nemenda fékk í upphafi vorannar eina borg til að kanna og undirbúa skoðunarferð. Verkstjóri er sá sem útbjó leiðbeiningar fyrir hverja þessara 5 borga sem valdar voru.

Einn hópurinn fer til Strasbourg í Frakklandi, annar til Brüssel í Belgíu, sá þriðji til Genfar í Sviss, sá fjórði verður á ferð við Bodenvatn á mörkum Þýskalands og Sviss og sá fimmti í Salzburg í Austurríki. Hóparnir koma aftur til landsins á laugardagskvöld. Þetta er lokaverkefni á ferðamálakjörsviði, þar sem nemendur nýta sér reynslu og æfingar í fyrri áföngum við að viða að sér efni í máli og myndum til að útbúa lokaafurðina: Kynningarmyndband um borgina sína.

Myndin var tekin af hópnum í gær þegar pakkinn með ferðagögnunum hefði verið afhentur.

.