- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Fimm nemendur í Menntaskólanum á Akureyri eru í hópi þeira um það bil 20 nemenda sem best stóðu sig í forkeppninni í stærðfræði og hafa unnið sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni, sem fram fer í mars á næsta ári. Þetta eru Alexander Arnar Þórisson, Auður Anna Jónsdóttir, Árni Víðir Jóhannesson og Hallfríður Kristinsdóttir í 4. bekk X og Örn Dúi Kristjánsson í 3. bekk X. Þau tók öll þátt í keppninni á efra sigi, en að þessu sinni tók enginn þátt í keppni á neðra stigi.
Auk þess að öðlast þátttökurétt í lokakeppninni og þar með möguleika á að komast á Olympíuleikana í stærðfræði á næsta sumri eiga 20 efstu í forkeppninni hugsanlega kost á að taka þátt í Eystrasaltskeppninni í stærðfræði í nóvember og Norrænu stærðfræðikeppninni í mars. En það er glæsilegur árangur að fimm manns úr MA skuli komast í lokakeppnina. Skólinn óskar þeim til hamingju.