- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í náttúrulæsi hafa eina viku á önn sem kölluð er fiskidagar. Þá er margbreytileg dagskrá um fisk: Spurningakeppni um fiska, verkefni um sjómannalög og texta, þar sem nemendur greina innihald þeirra og þá mynd af sjómannamenningu sem þar er dregin fram. Nemendur vinna jafnframt verkefni um skip og fisk og fara í kynnisferð í frystihús ÚA, þar sem þeir fá leiðsögn og fræðast um vinnslu og verkun á þorski frá því hann kemur á land uns hann er pakkaður og tilbúinn til útflutnings, ferskur eða frosinn.
Eitt stærsta verkefnið er svo að tveir og tveir saman flaka nemendur einn fisk. Þeir vigta fiskinn heilan, flaka hann og vigta flökin með roði, roðfletta síðan og vigta flökin roðlaus. Út frá þessu vinna þeir Excelverkefni og finna út nýtingu sína í samanburði við heildarnýtingu bekkjarins.
Að loknum þessum verkefnum horfa nemendur á kvikmynd sem tengist sjómennsku og skrifa hugleiðingu um hana. Oftast eru sýndar myndirnar Brim og Djúpið.