- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þessi vika er fiskidagavika hjá nemendum í 1. bekk í náttúrulæsi. Þeir hafa fengist við fjölbreytt verkefni sem tengjast fiskveiðum.
Í dag og í gær voru fjórir hópar á ferð milli fjögurra stöðva. Ein stöðin fól í sér að vinna verkefni tengd sjómannalögum og textum þeirra. Önnur stöðin var flökun, en þar flökuðu nemendur fisk og skoðuðu eitt og annað í leiðinni, athuguðu augasteina, skáru gellur og svo framvegis. Á þriðju stöðinni var fengist við tvenns konar verkefni, annars vegar nöfn á stöðum og hlutum á skipi og orðtök og málshætti sem tengjast veiðum og hins vegar að átta sig á því hvað allir þessir angar á fiski heita og innyflin líka. Fjórða stöðin var svo um borð í Kaldbak, en hóparnir fóru niður á ÚA-bryggju þar sem þeir fengu góða leiðsögn um skuttogara ytra sem innra.
Á morgun bætist við útivistarverkefni með myndatökum og fleira og þá fá hóparnir tækifæri til að heimsækja fiskvinnslu ÚA. Á föstudag verður nemendum boðið að sjá kvikmyndir sem tengjast sjósókn og fiskveiðum með einhverju móti.
Fleiri myndir eru á Facebooksíðu MA
............ |