- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Fimmtudaginn 18. febrúar bjóða Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri upp á fjarmenntabúðir í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Fleiri koma að framkvæmd búðanna en þær eru hluti af verkefninu Fjarmenntabúðir: Stuðningur háskóla við skólastarf með stafrænni tækni.
Á heimasíðu Kennarasambands Íslands segir um menntabúðirnar að þær séu „Óformlegur vettvangur fyrir skólafólk til þess að miðla tilraunum og lausnum og læra hvert af öðru á netinu í rauntíma. Að þessu sinni er áhersla á fjar- og netkennslu og notkun upplýsingatækni í námi og samskiptum á framhalds- og háskólastigi og í fullorðinsfræðslu.“
Menntabúðirnar fara fram með Zoom fjarfundabúnaði og hefjast kl. 15:00. Þátttaka er öllum opin án skráningar.