- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Fjöldi nemenda og starfsfólks eykst innan veggja MA í dag og á morgun. Þetta skýrist af skólakynningum sem nú standa yfir þar sem við fáum góða gesti í heimsókn úr grunnskólum Akureyrar og nágrannabyggðarlaga. Nemendur grunnskólanna koma í fylgd kennara og kynna sér námsframboð, félagslíf og annað sem Menntaskólinn á Akureyri hefur upp á að bjóða.
Í dag komu á þriðja hundrað nemendur úr Brekkuskóla, Glerárskóla, Lundarskóla, Naustaskóla, Oddeyrarskóla og Síðuskóla. Á morgun miðvikudag fáum um 250 krakka úr Borgarhólsskóla, Dalvíkurskóla, Giljaskóla, Grenivíkurskóla, Grunnskóla Húnabyggðar, Grunnskóla Raufarhafnar, Grunnskólanum á Þórshöfn, Hrafnagilsskóla, Reykjahlíðarskóla, Stórutjarnaskóla, Valsárskóla, Þelamerkurskóla, Þingeyjarskóla og Öxarfjarðarskóla.