Foreldrafundur 2009
Foreldrafundur 2009

Fjöldi foreldra og forráðamanna fyrstubekkinga kom á kynningarfund um skólann sem haldinn var á laugardaginn síðastliðinn. Fundurinn var á sal skólans í Kvosinni og hófst á því að Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir aðstoðarskólameistari og námsráðgjafarnir Herdís Zophoníasdóttir og Lena Rut Birgisdóttir gerðu grein fyrir skólastarfinu og þjónustu við nemendur og Axel Ingi Árnason formaður skólafélagsins Hugins gerði sagði frá félagsstarfinu. Margrét Unnarsdóttir og Þorvaldur Örn Davíðsson fluttu tónlistaratriði.

Að þessu loknu var blásið til aðalfundar FORMA, Foreldrafélags í Menntaskólanum á Akureyri, en honum stjórnaði formaðurinn, Þórleifur Stefán Björnsson. Þegar fundinum lauk fóru foreldrar og hittu umsjónarkennara bekkja barna sinna þar sem nánari kynningar fóru fram og spjall um starfsemina og spurningum var svarað.

Síðast á dagskrá var kaffihlaðborð þar sem borð svignuðu undan tertum og brauði úr smiðju þriðubekkinga.

.