- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Fjölmennt var á kynningu á hraðlínu í MA í Kvosinni í gær. Um 80 gestir komu auk núverandi og eldri nemenda á hraðlínu.
Í upphafi léku og sungu Tumi Hrannar Pálmason og Freyja Steindórsdóttir eitt lag, en þau eru fyrrum hraðlínufólk. Hildur Hauksdóttir sem er verkefnastýra kynnti síðan línuna og tveir nemendur á hraðlínu í vetur, Steinunn Gréta Kristjánsdóttir og Linda Marie Thorarensen sögðu frá því hvernig er að vera hér. Að lokum var heilmikið spjallað og spurt og þetta var hin ágætasta samkoma.