Opið hús
Opið hús

Mjög góð aðsókn var í dag að Opnu húsi fyrir nemendur 10. bekkjar grunnskóla og aðstandendur þeirra. Um 120 nemendur komu og fjölmargir höfðu boðið foreldrum sínum með. Dagskráin var frjálsleg og óformleg, gestir kynntu sér námið og starfið í skólanum í nokkrum kennslustofum á Hólum og í Kvosinni, en þar voru líka kynningar á félagsstarfinu, tónlist og myndasýningar. Mest var aðsóknin á tveimur stöðum, annars vegar þar sem nýja námskráin var kynnt og hins vegar þar sem Henrik efnafræðikennari sýndi margvíslegar tilraunir. Einnig var góð aðsókn að stofu þar sem ferðamálakjörsviðið og fjölmiðlafræðin kynntu verk nemenda.

Í Kvosinni var boðið upp á veitingar og margir fóru skoðunarferðir um hús skólans. Fjölmargir kennarar og nemendur unnu að Opnu húsi og það verður ekki um deilt að vel tókst til. Hér fylgja nokkar myndir sem svp tók í dag.

.