Íslandsklukkan
Íslandsklukkan

Hálft þriðja hundrað nemenda Menntaskólans á Akureyri og hópur kennara fara í kvöld á sýningu Þjóðleikhússins á Íslandsklukkunni. Leikhúsförin er liður í námi í skólanum. Nemendur í áfanganum ÍSL403 hafa lesið alla klukkuna og nemendur í ÍSL503 hluta hennar. Að lokinni leikhúsför munu þeir vinna verkefni tengd sögu og leikriti.

Sýningin er í menningarhúsinu Hofi, en með því gefst tækifæri til að fá hingað norður og sýna við þokkalegar aðstæður stórar og viðamiklar leiksýningar. Íslandsklukkan var meðal opnunarverka við vígslu Þjóðleikhússins fyrir 60 árum. Benedikt Erlingsson er leikstjóri í þetta sinn og leikgerðin er einnig hans smíð.

Myndin er tekin af vef Þjóðleikhússins og sýnir Jón Hreggviðsson og móður hans aldna heima á Rein.

.