Fjórir nemendur MA, Arnar Birkir Dansson, Erla Sigurðardóttir, Sara Þorsteinsdóttir og Sölvi Halldórsson, kepptu í dag fyrir hönd MA í ræðukeppni FEKÍ og ESU (Félags enskukennara og the English speaking Union) í Háskólanum í Reykjavík.

Erla og Arnar komust áfram í milliriðilinn og Arnar komst í úrslit. Glæsilegur árangur og þau stóðu sig öll með prýði.

Formaður dómnefndar var forsetafrúin sjálf, Eliza Reid, og henni til halds og trausts var m.a. Katrín Jakobsdóttir. Til að kóróna þetta stýrði Bogi Ágústsson dagskránni, eins og honum einum er lagið. Flottir fulltrúar MA, segir Vilhjámur Bergmann Bragason, sem var liðinu til halds og trausts og tók myndina sem fylgir.