Berenika Bernat, Trausti Lúkas Adamsson, Ingibjörg Halla Ólafsdóttir og Rakel María Ellingsen Óttars…
Berenika Bernat, Trausti Lúkas Adamsson, Ingibjörg Halla Ólafsdóttir og Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir ásamt rektor Háskóla Íslands, dr. Jóni Atla Benediktssyni.

Háskóli Íslands úthlutaði í gær styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði skólans í 14. sinn. Styrkþegarnir eru 37 og koma úr 15 framhaldsskólum og þar af eru fjórir nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri. Á heimasíðu háskólans segir að styrkirnir séu veittir nýnemum sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Í hópi styrkþega eru einnig nemendur sem hafa sýnt fádæma seiglu og þrautseigju og hafa, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, staðið sig afar vel í námi. Hver styrkur nemur 375 þúsund krónum.

MA-ingarnir í hópnum eru Berenika Bernat, Ingibjörg Halla Ólafsdóttir, Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir og Trausti Lúkas Adamson. Menntaskólinn á Akureyri sendir þeim hamingjuóskir. 

Frekari upplýsingar um styrkþegana má sjá hér