- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Háskóli Íslands úthlutaði í gær styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði skólans í 14. sinn. Styrkþegarnir eru 37 og koma úr 15 framhaldsskólum og þar af eru fjórir nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri. Á heimasíðu háskólans segir að styrkirnir séu veittir nýnemum sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Í hópi styrkþega eru einnig nemendur sem hafa sýnt fádæma seiglu og þrautseigju og hafa, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, staðið sig afar vel í námi. Hver styrkur nemur 375 þúsund krónum.
MA-ingarnir í hópnum eru Berenika Bernat, Ingibjörg Halla Ólafsdóttir, Rakel María Ellingsen Óttarsdóttir og Trausti Lúkas Adamson. Menntaskólinn á Akureyri sendir þeim hamingjuóskir.
Frekari upplýsingar um styrkþegana má sjá hér.