- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Stærfræðikeppni framhaldsskólanna 2018-2019 fór fram laugardaginn 2. mars. Menntaskólinn á Akureyri átti fjóra fulltrúa og stóðu þeir sig allir með stakri prýði.
Alls tóku 35 nemendur þátt en 18 þátttakendur með bestan árangur í keppninni munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni sem fram fer þann 1. apríl nk. Stærðfræðafélag Íslands og Félag raungreinakennara hafði veg og vanda að keppninni sem fram fór í húsnæði Háskólans í Reykjavík.
Skemmst er frá því að segja að þeir Andri Þór Stefánsson, Magni Steinn Þorbjörnsson, Friðrik Valur Elíasson og Friðrik Snær Björnsson enduðu allir í hópi 18 efstu keppenda og munu því keppa fyrir Íslands hönd um mánaðamótin. Árangur þeirra er glæsilegur, ekki síst í ljósi þess að 340 nemendur úr 20 framhaldsskólum hófu leik í undankeppninni.
Við óskum þeim félögum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með íslenska liðinu þann 1. apríl.