Flæðigos í 1B
Flæðigos í 1B

Nemendur í 1. bekk B hafa eins og aðrir nemendur í jarðfræði unnið ýmis verkefni og eitt af þeim var opinberað í dag, flæðigos.

Einar Sigtryggsson kennari sagði að nemendur hefðu valið ýmsar leiðir til að skila athugunum sínum, glærusýningar með skýringum, ritgerðir eða myndbönd, en sumir hópar hefðu valið að skila verkefnum verklega eins og Birkir, Erlingur og Sóley í 1. bekk B sem gerðu líkan af eldfjalli og frömdu flæðigos. Rautt "hraunið" kom upp úr gosopinu og rann niður á jafnsléttu.

.