Meðlimir hljómsveitarinnar Flammeus. Myndin er úr fórum Hafsteins Davíðssonar
Meðlimir hljómsveitarinnar Flammeus. Myndin er úr fórum Hafsteins Davíðssonar

 

Úrslitakvöld Músíktilrauna verður laugardaginn 6. apríl nk. í Hörpu. Svokölluð undankvöld hafa nú farið fram þar sem frambærilegustu flytjendurnir, að mati dómnefndar, fengu farseðilinn í úrslitin. Ein af þeim hljómsveitum sem mun keppa til sigurs á laugardagskvöldið á sterkar rætur í Menntaskólanum á Akureyri.

Hljómsveitin Flammeus er skipuð þeim Guðjóni Andra Jónssyni, Hafsteini Davíðssyni, Jóhannesi Stefánssyni og Tuma Hrannari-Pálmasyni. Hafsteinn stundar nú nám við skólann en Tumi útskrifaðist vorið 2017. Jóhannes stundaði nám við Verkmenntaskólann á Akureyri og Guðjón við Framhaldsskólann á Laugum.

Meðlimir Flammeus sátu fyrir svörum á ruv.is þegar ljóst var orðið að þeir kæmu fram á úrslitakvöldinu. Auk þess að lesa viðtalið geta áhugasamir hlustað á lag hljómsveitarinnar Deep Down Inside. Hægt er að fylgjast með keppninni á Facebook-síðu Músíktilrauna. Þá verður hún í beinni útsendingu á RÚV 2 og á ruvnull.is.