Í morgun voru enn einir örtónleikarnir í löngu frímínútunum á Sal í Gamla skóla. Sunna Berglind Sigurðardóttir í 3. bekk XY í MA og Védís Áslaug Valdimarsdóttir nemandi í VMA léku á flautur. Daníel Þorsteinsson spilaði undir á píanó. Stúlkurnar léku hvor sína Siciliönuna, aðra austurríska og hina franska, en þær eru báðar nemendur í Tónlistarskólanum á Akureyri meðfram framhaldsskólanámi.

Framhald verður á þessu samastarfi MA og Tónlistarskólans í löngu frímínútum á miðvikudögum og verður tilkynnt um tónleika á muninn.is.

.