Heimsfaraldur inflúensu A(H1N1)v sem ríður yfir um þessar mundir er tiltölulega vægur og raskar á þessu stigi ekki skólahaldi á Íslandi. Skólastarf á því að geta hafist með eðlilegum hætti.

Helstu leiðir til að draga úr hættu á smiti:

  • Veikist nemandi þannig að einkennin bendi til inflúensu, er honum ráðlagt að halda sig heima í tvo daga eftir að hann er orðinn hitalaus.  
  • Ekki er þörf á því að aðrir sem eru einkennalausir á heimili sjúklings haldi sig heima.
  • Hreinlæti skiptir mestu máli í að draga úr smithættu. Þar ber fyrst að nefna handþvott og að fólk hafi á sér einnota pappírsþurrkur til að hnerra eða hósta í. 
  • Frekari upplýsingar er að finna á www.influensa.is

Unnið hefur verið að samræmdri viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs fyrir skóla landsins í samvinnu menntamálaráðuneytis og skólastjórnenda sem stuðlar að samræmdum aðgerðum um allt land. Viðbragðsáætlun fyrir Menntaskólann á Akureyri má sjá hér.

 

.