Helgi Pálsson ræðir um endurvinnslu
Helgi Pálsson ræðir um endurvinnslu

Nemendur í náttúrulæsi í 1. bekk hlýddu í morgun á fyrirlestur í Kvosinni um flokkun úrgangs, endurvinnslu og áhrif þessa á umhverfið. Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands kom og gerði grein fyrir þessum málum, bæði stöðunni í nútímanum, breytingum sem orðið hafa og hugmyndum um framtíðina og verndun umhverfisins.

Nemendurnir eru nú í lotu þar sem sérstaklega er hugað að umhverfismálum í nútíð og framtíð, þeir afla sér upplýsinga um þessi mál og setja þau fram í lokaverkefnum með margvíslegu móti, til dæmis ritgerðum, tímaritum og munnlega í glærustuddum fyrirlestrum.