Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í 1. bekk verður haldinn laugardaginn 9. október og hefst klukkan 14.00. Fundurinn verður í Kvosinni á Hólum og hefst með kynningu á Íslandsáfanganum, námsráðgjöf, forvarnastarfi skólans og félagslífinu. Að kynningunni lokinni verður haldinn aðalfundur FORMA, Foreldrafélags MA.

Þegar foreldrafélagsfundi lýkur geta foreldrar og forráðamenn hitt umsjónarkennara nemenda sinna í kennslustofum til skrafs og upplýsinga, en dagskránni lýkur með kaffi og léttum veitingum.

.