- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
FORMA, foreldrafélag Menntaskólans á Akureyri stóð fyrir fræðslufundi í gærkvöldi (19.mars) sem fjallaði um neyslumenningu og áhættuþætti í lífi yngstu nemendanna.
Anna Hildur Guðmundsdóttir Frá SÁÁ fjallaði um áfengi og vímuefni, sagði m.a.frá helstu einkennum í neyslu unglinga, skaðsemi vímuefna og svo hversu mikilvægt það sé að reyna að hafa áhrif á að börn og unglingar dragi það sem lengst að byrja að neyta áfengis. Stefán Ingólfsson talaði fyrir hönd foreldra, en hann býr meðal annars að þeirri reynslu að hafa verið starfsmaður SÁÁ - Gréta Kristjánsdóttir forvarnarfulltrúi Akureyrar sagði frá rannsókn sem unnin hefur verið um kynferðisofbeldi á börnum og unglingum og einnig sagði hún frá kynhegðun unglinga sem á sér stað í svokölluðum Regnbogapartýum innan ákveðins hóps unglinga. Þorsteinn Pétursson lögregla á Akureyri, benti á það hversu máttugur hópur foreldrar geta verið ef þeir taka sig saman, samanber foreldravaktina á sínum tíma hér í bænum og hvatti foreldra til að standa saman og halda vörð um neyslu ungmenna. Móðir fíkils sagði frá reynslu sinni, hver viðbrögð foreldra eru þegar þeir lenda í því að barnið þeirra ánetjast fíkniefnum.
Mikil var að fundinum, milli 60 og 70 manns, og sköpuðust afar góðar og gagnlegar umræður.
.