- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Góð aðsókn var að foreldrafundinum á laugardag. Foreldrum og forráðamönnum nýnema var þá kynnt fjölmargt í skólastarfinu, meðal annars breyttir kennsluhættir og nýjar áherslur í námi með nýrri námskrá. Farið var allnáið yfir fyrirkomulagið í samkennslu ólíkra greina í Íslndsáfanganum og foreldrar hvattir til að fylgjast vel með námi barna sinna, ekki síst að sjá til þess að þeir viðhéldu lestarkunnáttu sinni, og var þá vísað til nýlegra rannsókna um ólæsi og treglæsi íslenskra unglinga.
Námsráðgjafar gerðu grein fyrir ýmislegri þjónustu sem nemendum er búin, fjallað var örlítið um félagsstarfið, sem er drjúgur þáttur í skólalífinu, efnt til fundar í FORMA, Foreldrafélagi MA, og loks sátu umsjónarkennarar fyrstubekkinga fyrir svörum forráðamanna í kennslustofum.