Forkeppni í Boxinu, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fór fram í gær. Alls voru 28 lið skráð til leiks og þar af eitt úr Menntaskólanum á Akureyri. Liðið skipuðu Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson, Rúnar Unnsteinsson og Guðný Halldórsdóttir 4.X og Snæþór Aðalsteinsson og Stefán Ármann Hjaltason, 4.U.

Samkvæmt keppnisreglum geta aðeins 8 lið/skólar keppt í aðalkeppninni 31. október og því þurfti að halda forkeppni til að ákvarða hvaða 8 lið frá 8 skólum veljast til keppni. Nú er orðið ljóst að lið MA er komið áfram í 8 liða úsrslitin í Boxinu.

Forkeppnin fór þannig fram að hvert lið fékk tvær þrautir til að leysa, þraut í tölvu annars vegar og verklega þraut hins vegar. Þrautirnar þurfti að leysa samtímis og voru gefnar 30 mínútur til þess. Verklega þrautin fólst í að byggja borð úr pappír og setja á það eins mikið af bókum og það gæti borið.

Vegna verkfalls starfsmanna í SFR var ekki hægt að þreyta keppnina í MA en liðið fékk inni í Símey.

Boxið 1

B3