- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Fulltrúar Hugins, skólafélags MA, mættu færandi hendi þegar þeir heimsóttu málþing Aflsins í Borgum við Norðurslóð á Akureyri. Ástæða heimsóknarinnar var afhending á söfnunarfé því sem safnaðist í Góðgerðaviku sem nemendur stóðu fyrir í lok mars.
Upphaf Aflsins – samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi má rekja aftur til ársins 2002. Markmið Aflsins er að berjast gegn kynferðis- og heimilisofbeldi sem og öðru ofbeldi. Tilefni málþingsins í gær var 20 ára starfsafmæli samtakanna.
Þau Aron Snær Eggertsson, Arndís Erla Örvarsdóttir, Jóhannes Óli Sveinsson og Kolbrún Perla Þórhallsdóttir afhentu formanni Aflsins, Elínu Björgu Ragnarsdóttur, ávísun upp á 726.330 krónur. Líkast til mun söfnunarféð koma í góðar þarfir.
Á fésbókarsíðu Aflsins fá nemendur þakkir fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna. „Takk kærlega fyrir stuðninginn … þið eruð frábær“.