Birkitréð fallið í septemberáhlaupinu
Birkitréð fallið í septemberáhlaupinu

Í veðurhamnum í dag varð eitthvað undan að láta. Forn tré í skrúðgarðinum suðaustan við Gamla skóla þoldu ekki septemberáhlaupið. Um miðjan morgun lagðist á hliðina ævagamalt birkitré, rifnaði upp af rótum. Þá varð vart við að reynitré næst skólanum var að klofna niður við rót. Um miðjan dag gaf tréð sig og hluti þess lagðist upp á bakkann við sunnanverðan skólann, nærri gamla innganginum í Sólbyrgið, sem áður var blómastofa skólameistara.

Þessi tré eru ævagömul, hafa staðið þarna syðst á lóð Gamla skóla frá því snemma á öldinni sem leið og voru hluti af blóma- og skrúðgarði við innganginn í íbúð skólameistara, meðan hann bjó í skólahúsinu, þar sem nú er kennarastofa. Sólbyrgið, sem áður var nefnt, er nú skrifstofa skólameistara.

Fleiri myndir eru hér