- 10 stk.
- 21.03.2016
- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2017 verður haldin laugardaginn 18. mars á vegum HR og HA. Líkt og í fyrra verður Háskólinn á Akureyri með vinnuaðstöðu fyrir lið héðan af svæðinu og því harla einfalt að taka þátt. Keppt er í tveimur deildum, önnur fyrir byrjendur og hin fyrir lengra komna. Lið þurfa að tilkynna þátttöku í síðasta lagi 6. mars.
Eins og þið munið líklega stóðu MA-ingar sig stórkostlega í síðustu keppni þegar hún var haldin hér fyrir norðan í fyrsta sinn samhliða keppninni í Háskólanum í Reykjavík. Þá gerðu þeir félagar Atli Fannar Franklín, Brynjar Ingimarsson og Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson sér lítið fyrir og sigruðu erfiðari flokkinn undir nafninu Níels Karlsson. Að sama skapi stóð Alexander Jósep Blöndal sig sérlega vel og var efstur allra einmenninga í keppninni.
Kynnið ykkur endilega upplýsingar um keppnina á http://www.forritun.is og fylgist með Facebooksíðu keppninnar.
Áhugasamar og -samir, hafið endilega samband við Ingvar Þór Jónsson, ingvar@ma.is, eða Guðjón H. Hauksson, gudjon@ma.is.